Þann 16. janúar nk. býður Alvotech áhugasömum í atvinnuleit í opið hús, í höfuðstöðvum félagsins við Sæmundargötu 15-19, Reykjavík.
Fulltrúar helstu deilda munu kynna starfsemina og svara spurningum. Einnig verður boðið upp á örviðtöl þar sem gestum gefst kostur á að kynna sig og kynnast fyrirtækinu betur.
Í boði er að mæta kl. 15, 16 eða 17, en opna húsinu lýkur kl. 18. Gengið er inn um aðalinngang við horn Sæmundargötu og Sturlugötu og eru gestir beðnir um að tilkynna komu í móttöku.
Mikilvægt er að tilkynna þátttöku fyrirfram. Skráningareyðublaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk: https://forms.microsoft.com/e/328wiYqFpK