Liggur framtíð þín í líftækni?
Alvotech Akademían
Alvotech hefur stofnað Alvotech Akademíuna, innanhússskóla fyrir nýja starfsmenn og býður nú upp á námskeið þar sem þátttakendur, valdir úr hópi umsækjenda um störf í lyfjaframleiðslu, fá full laun á meðan á þjálfun þeirra stendur.
Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvotech: „Við lítum á starfsfólk Alvotech sem veigamestu auðlind okkar og viljum hlúa vel að henni. Því stofnuðum við Alvotech Akademíuna, til þess að geta veitt nýju starfsfólki þjálfun og þekkingu, við bestu aðstæður."