Skip Navigation

Betra aðgengi. Betra líf.

Líftæknifyrirtækið Alvotech var stofnað árið 2013 og hefur það að markmiði að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði.

Um Alvotech

Fyrirtækið vinnur að þróun á hágæða líftæknilyfjahliðstæðum, en líftæknilyf eru afar áhrifarík og hafa gefið góða raun í meðhöndlun á erfiðum sjúkdómum eins og gigt, sóríasis og krabbameini.  

Höfuðstöðvar og hátæknisetur Alvotech sem staðsett er í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri, er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja. Þar fer öll framleiðsla lyfjaefnanna í líftæknilyfjahliðstæðurnar fram. Framkvæmdum er að ljúka við stækkun aðstöðunnar í Vatnsmýri sem þá verður um 26.000 fm að stærð, og eru verklok áætluð á árinu 2024.

Móðurfélag Alvotech, Alvotech S.A. er skráð í Lúxemborg, en öll þróun, framleiðsla og rekstur, er í höndum Alvotech hf., sem er til heimilis á Íslandi. Hlutabréf Alvotech hafa verið tekin til til viðskipta á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum og aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Auk höfuðstöðvanna í Reykjavík, er fyrirtækið er einnig með starfsemi í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Indlandi og Sviss. Í Mars 2024 störfuðu rúmlega 1000 vísindamenn og sérfræðingar af um 65 þjóðernum hjá fyrirtækinu, þar af rúmlega 800 á Íslandi. 

Sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands er fyrirtækið þátttakandi í öflugu samstarfi háskólans og alþjóðlegra þekkingar- og hátæknifyrirtækja sem miðar að því að efla vísindastarf, þekkingarmiðlun og nýsköpun og þannig laða hæfileikaríka innlenda og erlenda sérfræðinga til starfa.

Alvotech hefur gert samstarfssamninga við mörg leiðandi lyfjafyrirtæki á meira en 90 alþjóðamörkuðum um sölu, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum fyrirtækisins.

Alvotech vinnur út frá þeirri meginreglu að ef til er lækning, þá á hún að vera í boði fyrir alla.

Alvotech

Betra aðgengi. Betra líf.

Please accept marketing-cookies to watch this video.

You may need to disable adblocking extensions.

Stjórnendur

01

Róbert Wessman

Forstjóri

02

Faysal Kalmoua

Framkvæmdastjóri rekstrar

03

Tanya Zharov

Yfirlögfræðingur

04

Joseph E. McClellan

Framkvæmdastjóri Þróunarsviðs

05

Joel Morales

Framkvæmdastjóri Fjármála

Skrifstofur

Reykjavík, Ísland

Höfuðstöðvar og lyfjaframleiðsla Alvotech er í nýbyggingu við Sæmundargötu 15-19, 102 Reykjavík og er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Þá er fyrirtækið einnig með vöruhús á Lambhagavegi.

Zürich, Sviss

Starfsstöð Alvotech í Zürich stýrir klínískum rannsóknum og styður við markaðsleyfisskráningar fyrirtækisins. Alvotech Sviss er á Thurgauerstrasse 54, CH-8050 Zürich, Sviss.

Virginia, Bandaríkjunum

Starfsfólk Alvotech í Bandaríkjunum heldur utan um lyfjaskráningar fyrir Bandaríkjamarkað auk samskipta við heilbrigðisyfirvöld og löggjafa. Heimilisfang Alvotech í Bandaríkjunum er við 1602 Village Market Blvd, STE 280, Leesburg, VA 20175.

Jülich, Þýskalandi

Sérfræðingar Alvotech í Jülich eru hluti af öflugu rannsóknar- og þróunarteymi félagsins. Alvotech Þýskalandi er á Karl-Heinz-Beckurts- Str. 13. 52428 Jülich, Þýskalandi.

Hannover, Þýskalandi

Í Hannover starfa sérfræðingar sem styðja við öflugt rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækisins.

Alvotech Glycothera GmbH er staðsett á Feodor Lynen Str. 35, 30625 Hannover, Þýskalandi.

Bangalore, Indlandi

Í Bangalore starfa sérfræðingar sem styðja við öflugt rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækisins. Í Bangalore er heimilisfangið fyrir skrifstofur Alvotech #147/I, 8th Main, 3rd Block Koramangala, Bangalore 560034.

London, Bretlandi

Skrifstofur Alvotech í London hýsa hluta yfirstjórnar fyrirtækisins. Alvotech UK er í Kings House, 174 Hammersmith Road, Hammersmith, W6 7JP, London.