Betra aðgengi. Betra líf.
Líftæknifyrirtækið Alvotech var stofnað árið 2013 og hefur það að markmiði að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði.
Um Alvotech
Fyrirtækið vinnur að þróun á hágæða líftæknihliðstæðulyfjum, en líftæknilyf eru afar áhrifarík og hafa gefið góða raun í meðhöndlun á erfiðum sjúkdómum eins og gigt, sóríasis og krabbameini.
Höfuðstöðvar og hátæknisetur Alvotech sem staðsett er í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri, er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja. Framkvæmdir eru í gangi við stækkun aðstöðunnar í Vatnsmýri um 12.500 fermetra, sem er nánast tvöföldun, og eru verklok áætluð í lok árs 2022.
Fyrirtækið er einnig með starfsemi í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss, en í Október 2021 störfuðu um 700 vísindamenn og sérfræðingar af um 65 þjóðernum hjá fyrirtækinu.
Sem hluti af Vísindagörðum er fyrirtækið þátttakandi í öflugu samstarfi háskólans og alþjóðlegra þekkingar- og hátæknifyrirtækja sem miðar að því að efla vísindastarf, þekkingarmiðlun og nýsköpun og þannig laða hæfileikaríka innlenda og erlenda sérfræðinga til starfa.
Alvotech hefur gert samstarfssamninga við mörg leiðandi lyfjafyrirtæki á alþjóðamörkuðum um sölu, markaðssetningu og dreifingu á framleiðslu fyrirtækisins.
Alvotech vinnur út frá þeirri meginreglu að ef til er lækning, þá á hún að vera í boði fyrir alla.
Betra aðgengi. Betra líf.
Stjórnendur
Mark Levick
Forstjóri
Tanya Zharov
Aðstoðarforstjóri
Joseph E. McClellan
Framkvæmdastjóri Þróunarsviðs
Joel Morales
Framkvæmdastjóri Fjármála
Anil Okay
Framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunarsviðs
Sean Gaskell
Framkvæmdastjóri Framleiðslusviðs
Skrifstofur
Alvotech Ísland
Höfuðstöðvar Alvotech eru í staðsettar í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri.
Alvotech Sviss AG – Zürich
Starfsstöð Alvotech í Zurich stýrir klínískum rannsóknum og styður við markaðsleyfisskráningar fyrirtækisins. Alvotech Sviss er á Thurgauerstrasse 54, CH-8050 Zürich, Sviss.
Alvotech BNA
Starfsfólk Alvotech í Virginíu í Bandaríkjunum heldur utan um lyfjaskráningar fyrir Bandaríkjamarkað auk samskipta við heilbrigðisyfirvöld og löggjafa. Alvotech USA er við 1201 Wilson Blvd., Ste. 2130, Arlington, Virginia 22209
Alvotech Kína
Alvotech hefur gert samstarfssamning við þriðja stærsta lyfjafyrirtæki Kína, Yangtze River Pharmaceuticals, um framleiðslu og sölu á sjö líftæknihliðstæðulyfjum, sem framleidd verða í 420 þúsund fermetra verksmiðju í Changchun, sem er í byggingu og áætlað er að taka í notkun árið 2022. Staðsetning: Alvotech CCHN Biopharmaceutical Co. LTD. No. 845, Shengde Street, Beihu Science and Technology. Development Zone, Changchun.
Alvotech GmbH, Jülich
Sérfræðingar Alvotech í Jülich eru hluti af öflugu rannsóknar- og þróunarteymi félagsins. Alvotech Þýskalandi er á Karl-Heinz-Beckurts- Str. 13. 52428 Jülich, Þýskalandi.
Alvotech Glycothera GmbH, Hannover.
Í Hannover starfa sérfræðingar sem styðja við öflugt rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækisins.
Glycothera GMBH Þýskalandi er staðsett á Feodor Lynen Str. 35, 30625 Hannover, Þýskalandi.
Alvotech UK Ltd.
Skrifstofur Alvotech í London hýsa hluta yfirstjórnar fyrirtækisins. Alvotech UK er í Kings House, 174 Hammersmith Road, Hammersmith, W6 7JP, London.