Skip Navigation

Alvotech gengur að tilboði um sölu hlutabréfa að fjárhæð um 22,8 milljarðar króna (um 166 milljónir dala) á genginu 2.250 krónur (16,41 dalir) á hlut

Business
26 February 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að félagið hafi gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna (eða jafnvirði um 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands föstudaginn 23. febrúar sl.) á genginu 2.250 krónur á hlut (16,41 dalir á hlut). Tilboðsgjafar munu fá afhent áður útgefin hlutabréf sem eru í eigu Alvotech í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland.

Endanlegt bindandi tilboð barst félaginu fyrir opnun markaða, mánudaginn 26. febrúar 2024 og hefur Alvotech ákveðið að ganga að því. Alvotech hyggst nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað.