Skip Navigation

Alvotech gerir sölusamning  í Bandaríkjunum um fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna í háum styrk með útskiptanleika við Humira

Business
18 April 2024
  • Langtímasamningur hefur náðst við leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum um sölu- og dreifingu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptanleika við Humira
  • Með þessum samningi eykst útbreiðsla hliðstæðunnar í Bandaríkjunum og aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að félagið hefði gert langtímasamning við leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum um sölu og markaðssetningu á adalimumab-ryvk, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni í háum styrk með útskiptanleika við Humira, sem var nýlega samþykkt af Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA).

Við erum gríðarlega ánægð með þennan samning, en hann er í samræmi við væntingar okkar við  gerð afkomuspár Alvotech fyrir árið 2024. Með þessum samningi mun Alvotech stuðla að auknu aðgengi sjúklinga að hagkvæmari heilbrigðisþjónustu á stærsta lyfjamarkaði heims.

Róbert Wessman

Stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Engin breyting verður á samstarfi Alvotech og Teva Pharmaceuticals. Teva er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Bandaríkjunum og markaðssetur líftæknilyfjahliðstæður Alvotech á þeim markaði.

Notkun vörumerkja

Humira er skráð vörumerki AbbVie Biotechnology Ltd.