Skip Navigation

Alvotech tekur þátt í heilbrigðisráðstefnu fjárfestingabankans Jefferies

Business
31 May 2023

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) tilkynnti í dag þátttöku í heilbrigðisráðstefnu Jefferies fjárfestingabankans, sem haldin verður í New York dagana 7.-9. júni nk. Alvotech mun halda kynningu og funda með fjárfestum og viðskiptavinum á ráðstefnunni.

Kynning Anils Okay, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Alvotech, verður á dagskrá 7. júní nk. kl. 16:30 að staðartíma eða 20:30 að íslenskum tíma. Beint streymi er í boði af fundinum og má nálgast það með því að skrá þátttöku á fjárfestavef Alvotech undir liðnum News and Events – Events and Presentations. Að kynningunni lokinni verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu slóð í 90 daga.