Skip Navigation

Alvotech kynnir áætlaðar mettekjur og EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi 2024

Business
01 July 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO)  kynnti í dag eftirfarandi óendurskoðaða áætlun um rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs og á fyrri helmingi ársins 2024.

  • Reiknað er með mettekjum Alvotech frá upphafi á öðrum ársfjórðungi. Áætlaðar heildartekjur á öðrum ársfjórðungi eru á bilinu 196 – 201 milljón Bandaríkjadala. Áætlaðar heildartekjur á fyrri helmingi ársins eru 233 – 238 milljón dalir, sem er um það bil tíföldun frá sama tímabili í fyrra.
  • Áætlaðar tekjur af sölu á hliðstæðunum við Humira og Stelara á alþjóðlegum mörkuðum, eru á bilinu 51 – 54 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi. Áætlaðar sölutekjur á fyrri helmingi ársins eru 63 – 66 milljónir dala, sem er um það bil 180% vöxtur miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Áætlaðar áfangagreiðslur á öðrum ársfjórðungi nema 145 – 147 milljónum dala eða 169 – 171 milljón dala á fyrri helmingi ársins, sem er einkum vegna jákvæðrar niðurstöðu úr klínískum rannsóknum og markaðssetningu lyfja á nýjum mörkuðum á öðrum ársfjórðungi.
  • Búist er við met EBITDA framlegð af rekstri Alvotech á öðrum ársfjórðungi.  Áætluð EBITDA framlegð er á bilinu 98 – 103 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi, eða á bilinu 60 - 65 milljónir dala á fyrri helmingi ársins, samanborið við neikvæða 178 milljóna dala EBITDA framlegð á fyrri helmingi síðasta árs.

Við erum afar ánægð með þessa áætluðu niðurstöðu annars ársfjórðungs, sem byggir á umtalsverðum vexti bæði í sölu og áfangagreiðslum. Við gerum einnig ráð fyrir metafkomu af rekstri félagsins, með jákvæðri EBITDA framlegð í fyrsta sinn á fjórðungi og árshelmingi. Við búumst við að þessi niðurstaða, og endurfjármögnun félagsins, verði undirstaða vaxtar og jákvæðrar EBITDA framlegðar á árinu í heild.

Róbert Wessman

Stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Þessari áætlanir eru byggðar á núverandi mati félagsins, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Birt eru áætluð efri og neðri mörk, fremur en eitt gildi, þar sem uppgjöri ársfjórðungsins er ekki lokið. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir og gætu orðið aðrar en áætlanirnar gera ráð fyrir. Áætlanirnar eru hvorki endurskoðaðar né kannaðar af endurskoðanda félagsins.