Skip Navigation

Alvotech lýkur við endurfjármögnun skulda með lægri fjármagnskostnaði og lengri lánstíma

Business
11 July 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að endurfjármögnun skulda félagsins væri nú lokið. Með því hefur félagið lækkað fjármagnskostnað og lengt lánstíma útistandandi skulda.

Að endurfjármögnuninni lokinni, er heildarhöfuðstóll skulda Alvotech 1.035 milljónir Bandaríkjadala. Félagið á nú 185 milljónir dala í handbæru fé, að meðtöldum 25 milljónum dala í bundnu fé og 142 milljónum dala af hreinu andvirði sem endurfjármögnunin skilaði. Lausafjárstaðan verður nýtt til áframhaldandi lyfjaþróunar og til að mæta veltufjárþörf, þegar fjöldi nýrra líftæknilyfjahliðstæða verður markaðsettur á komandi misserum.

Heildarfjárhæð lánafyrirgreiðslunnar er 965 milljónir Bandaríkjadala með lokagjalddaga í júní 2029. Fyrri hluti, að fjárhæð 900 milljónir dala ber árlega vexti með 6,5% álag á SOFR (millibankavexti í dollurum), en annar hluti að fjárhæð 65 milljónir dala ber árlega vexti með 10,5% álag á SOFR.

Við fögnum því að hafa lokið endurfjármögnuninni, sem veitir okkur aukinn sveigjanleika til að útfæra áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. Það var einnig ánægjulegt hversu margir fjárfestar nýttu sér nýlega réttinn til að skipta breytanlegum skuldabréfum félagsins yfir í hlutabréf. Það lýsir trausti á félaginu, enda horfur okkar afar góðar til lengri eða skemmri tíma, sem leiðandi aðili á sviði þróunar og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða.

Joel Morales

Fjármálastjóri Alvotech