Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði lokið viðskiptum við Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”) með kaupum á rannsóknaraðstöðu Xbrane í Stokkhólmi og fyrirhugaðri hliðstæðu við Cimzia (certolizumab pegol). Öllum opinberum skilyrðum hefur verið fullnægt.
Kaupin voru tilkynnt 20. mars sl. og samþykkt af hluthafafundi Xbrane 14. apríl sl. Kaupverðið er 275 milljónir sænskra króna, sem skiptist þannig:
- Um 102,2 milljónir sænskra króna greiddar í reiðufé
- Um 152,75 milljónir sænskra króna greiddrar með yfirtöku lána
- Um 20 milljónir sænskra króna greiddar með yfirtöku skulda
Með kaupunum eykur Alvotech afkastagetu sína í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæða, styrkir stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og haslar sér völl innan sænska líftæknigeirans.
Notkun vörumerkja
Cimzia er skráð vörumerki UCB Pharma S.A.