Skip Navigation

Alvotech mun birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming og annan ársfjórðung 2022 þann 31. ágúst og heldur kynningarfund 1. september

Business
15 August 2022

Alvotech mun birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming og annan ársfjórðung 2022, eftir lokun markaða í Bandaríkjunum miðvikudaginn 31. ágúst 2022.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn í beinu streymi fimmtudaginn 1. september n.k. kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma. Fundurinn fer fram á ensku.

Þeir sem hyggjast taka þátt í fundinum geta skráð sig með því að smella á þennan hlekk og fá að skráningu lokinni sendar nánari upplýsingar, s.s. innhringinúmer og PIN.  

Beint streymi af fundinum verður einnig aðgengilegt á fjárfestasíðu Alvotech undir News and Events – Events and Presentations. Þar verður einnig hægt að finna upptöku af fundinum eftir að honum er lokið.