Skip Navigation

Alvotech og Fuji Pharma auka samstarf sitt um líftæknihliðstæðulyf fyrir Japansmarkað

Business
23 February 2022

Samstarf Fuji og Alvotech nær nú til sex líftæknihliðstæðulyfja í þróun.

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech Holdings S.A. („Alvotech“), og japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma („Fuji“, kauphöllin í Tókýó: 4554) tilkynntu í dag að þau hefðu gert samkomulag um að auka við samstarf sitt í þróun og markaðssetningu líftæknihliðstæðulyfja í Japan.

Samkvæmt samningnum hlýtur Fuji rétt til sölu-og markaðssetningu á ótilgreindu líftæknihliðstæðulyfi, sem nú er á fyrstu stigum þróunar. Alvotech fær greiðslu við undirritun og síðan áfangagreiðslur  eftir framvindu lyfjaþróunar, auk hlutdeildar í sölu á markaði. Með nýja samkomulaginu er nýju líftæknihliðstæðulyfi bætt við samstarfið milli Alvotech og Fuji. Fyrirtækin tilkynntu fyrst um samstarf sitt árið 2018, og verða nú líftæknihliðstæðulyfin sem fyrirtækin eiga í samstarfi um sex talsins.

Japanski markaðurinn er sá þriðji stærsti á heimsvísu þegar horft er til sölu lyfja, samkvæmt markaðsrannsóknum IQVIA.

Fuji hefur verið brautryðjandi á sviði líftæknihliðstæðulyfja á Japansmarkaði. Þetta aukna samstarf okkar við Alvotech er til marks um áherslu okkar á að mæta þörfum sjúklinga og auka hagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa.

Takayuki Iwai

Forstjóri Fuji

Alþjóðleg nálgun okkar á markaði fyrir líftæknihliðstæðulyf er undirstaðan í uppbyggingu Alvotech. Við teljum að japanski markaðurinn muni setja líftæknihliðstæðulyf í forgang til langs tíma, þar sem þau stuðla að jafnvægi í heilbrigðisrekstri á sama tíma og þau bæta aðgengi.

Róbert Wessman

Stofnandi og stjórnarformaður Alvotech

Þann 7. desember 2021 tilkynntu Alvotech og Oaktree Acquisition Corp. II (NYSE: OACB.U, OACB, OACB WS) („OACB“), sérhæft yfirtökufélag sem styrkt var af hlutdeildarfélagi Oaktree Capital Management, L.P., að fyrirtækin hefðu gert endanlegan samning um samruna fyrirtækjanna. Þegar samruninn er genginn í gegn er áætlað að viðskipti með verðbréf sameinaða fyrirtækisins verði á NASDAQ undir tákninu „ALVO“.

Nánari upplýsingar hér.