Skip Navigation

Alvotech og Teva ná samningi um upphafsdag sölu á AVT04 líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara í Bandaríkjunum

Business
12 June 2023

-          Samkvæmt samningnum má sala á AVT04 (ustekinumab) hefjast í Bandaríkjunum eigi síðar en 21. febrúar 2025, að fengnu samþykki lyfjayfirvalda

 

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Teva Pharmaceuticals Inc., bandarískt dótturfyrirtæki Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (NYSE and TASE: TEVA), tilkynntu í dag að þau hefðu náð samningi við Johnson & Johnson (NUSE:JNJ) sem tryggir Alvotech og Teva rétt til að markaðssetja AVT04, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Stelara (ustekinumab), í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum getur sala á AVT04 í Bandaríkjunum hafist eigi síðar en 21. febrúar 2025.

Það er gleðiefni að við höfum nú tryggt okkur heimild og upphafsdagsetningu fyrir markaðssetningu næstu líftæknilyfjahliðstæðu okkar í Bandaríkjunum. Þessi áfangi er gott dæmi um kosti þess að þróa mörg lyf samhliða fyrir alþjóðlega markaði.

Róbert Wessman

Stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Líftæknilyfjahliðstæður eru þungamiðja í skammtíma- og langtímaáætlunum Teva. Samkomulagið sem tilkynnt er um í dag er mikilvægt skref í samstarfi okkar við Alvotech, sem eins og Teva ætlar sér að draga úr þeim mikla kostnaði sem hlýst af notkun líftæknilyfja í heilbrigðiskerfinu.

Sven Dethlefs

Framkvæmdastjóri viðskipta fyrir Teva í Norður-Ameríku.

Um AVT04 (ustekinumab)

AVT04 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma. AVT04 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.