Skip Navigation

Alvotech tekur þátt í ráðstefnu fjárfestingabankans Morgan Stanley um sjálfbærar fjárfestingar

Business
18 May 2023

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) tilkynnti í dag um þátttöku í fyrstu árlegu ráðstefnu fjárfestingabankans Morgan Stanley um sjálfbærar fjárfestingar, þann 22. maí nk.

Fulltrúar Alvotech sitja fyrir svörum á ráðstefnunni mánudaginn 22. maí nk., kl. 10:15 og munu jafnframt halda fundi með fjárfestum ráðstefnudagana.

Beint streymi verður af fundinum og er hægt að nálgast efnið með því að skrá þátttöku hér: https://morganstanley.webcasts.com/starthere.jsp?ei=1610515&tp_key=d359806ef8. Að ráðstefnunni lokinni verða upptökur af fundinum jafnframt aðgengilegar í 90 daga á fjárfestasíðu Alvotech undir News and Events – Events and Presentations.