Skip Navigation

Alvotech tilkynnir um breytingar í framkvæmdastjórn

Business
05 September 2023

Alvotech (NASDAQ: ALVO, „félagið“) tilkynnti í dag um breytingar í framkvæmdastjórn félagsins. Faysal Kalmoua hefur verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrar um leið og Hafrún Friðriksdóttir lætur af störfum. Breytingarnar fylgja í kjölfar þess að félagið hefur lagt inn endurnýjaða umsókn um markaðsleyfi í Bankaríkjunum fyrir AVT02, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira (adalimumab) í háum styrk.

Faysal hefur verið framkvæmdastjóri verkefnaþróunar Alvotech frá því snemma á þessu ári. Hann hefur jafnframt átt sæti í stjórn Alvotech síðan 2020. Áður gegndi hann ýmsum framkvæmdastjórnarstöðum hjá Alvogen og Synthon. Hann er með meistaragráðu í efnafræði frá Radboud Nijmegen háskólanum og MBA frá Insead.

Það er mér sönn ánægja að bjóða Faysal velkominn í stöðu framkvæmdastjóra rekstrar. Hann þekkir starfsemi félagsins auðvitað ákaflega vel. Við vorum afar þakklát Hafrúnu þegar hún féllst á að koma til starfa hjá Alvotech á síðast ári og ljá félaginu víðtæka þekkingu og reynslu úr lyfjaiðnaðinum. Brennandi áhugi hennar á framleiðslu- og gæðamálum mun halda áfram að veita okkur innblástur.

Róbert Wessman

Stjórnarformaður og forstjóri

Það er mikill fengur að fá að taka þátt í einstakri vegferð Alvotech. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með því hæfileikaríka og samhenta teymi sem Alvotech hefur á að skipa og leggja mitt af mörkum til að gera félagið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða.

Faysal Kalmoua

Framkvæmdastjóri rekstrar