Skip Navigation

Eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa Alvotech nýta sér rétt til að breyta yfir í hlutabréf

Business
26 June 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa félagins sem upphaflega voru útgefin 16. nóvember og 20. desember 2022 með lokagjalddaga 20. desember 2025, hafi tilkynnt að þeir óski eftir að nýta rétt til að breyta skuldabréfunum í almenna hluti á genginu 10 dollarar á hlut þann 1. júlí nk. („breytiréttardagur“). Frestur til að tilkynna um nýtingu á breytiréttinum rann út í gær.

Alvotech mun gefa út ný bréf þann 1. júlí 2024 til þeirra eigenda skuldabréfanna sem nýttu sér breytiréttinn. Heildarfjöldi nýútgefinna hluta ræðst af gengi íslensku krónunnar þann 27. júní, en áætlað er að gefnir verði út um 22,1 milljón hlutir miðað við núverandi gengi. Samkvæmt skilmálum skuldabréfanna skal afhending nýútgefinna hluta eiga sér stað eigi síðar en 7 virkum dögum frá breytiréttardegi.

Breytilegu skuldabréfin voru gefin út í íslenskum krónum og Bandaríkjadollar. Skuldabréf í íslenskum krónum eru skráð á Nasdaq First North markaðnum á Íslandi undir auðkenninu ALVCVB251220. 

Allir eigendur breytilegu skuldabréfanna sem gefin voru út í íslenskum krónum nýttu sér rétt til að skipta á þeim fyrir hlutabréf. Heildarverðmæti þeirra, með áföllnum vöxtum, er 25.483.970.823 krónur eða 183.127.126 Bandaríkjadalir, miðað við núverandi gengi. Eigendur skuldabréfanna eiga því rétt á að fá afhenta um 18,3 milljónir hluta í Alvotech, miðað við núverandi gengi, en endanlegur fjöldi hluta ræðst af gengi þann 27. júní nk.

Eigendur breytilegra skuldabréfa sem gefin voru út í Bandaríkjadollar að heildarverðmæti 37.981.167 dollarar, með áföllnum vöxtum miðað við breytiréttardaginn, nýttu sér breytiréttinn og eiga því rétt á að fá afhenta 3.798.117 hluti í Alvotech.

Eigendur breytilegra skuldabréfa í Bandaríkjadal að verðmæti 116.677.563 dollarar, með áföllnum vöxtum miðað við breytiréttardaginn, hafa ekki tilkynnt um nýtingu á breytiréttinum innan frestsins.