Skip Navigation

Mikil áhugi á starfþjálfun í samstarfsverkefni Alvotech og Háskóla Íslands

Business
25 October 2021

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, í samstarfi við Háskóla Íslands, setti nýlega á laggirnar starfsþjálfunarverkefni fyrir nýútskrifaða nemendur úr greinum eins og líffræði, efnafræði, lífefnafræði, lífeindafræði, líftækni og lyfjafræði.

Verkefnið er liður í því að þjálfa einstaklinga fyrir framtíðarstörf innan líftæknilyfjageirans. Starfsþjálfunin fer fram í samvinnu við rannsóknar- og þróunardeild Alvotech og felur í sér bæði fræðilega og verklega þjálfun. Þátttakendur öðlast hæfni í öllum grunnþáttum greiningarvinnu, við þróun og framleiðslu líftæknilyfja.

Fimm einstaklingar eru teknir inn í einu og hefur fyrsti hópurinn nú verið valinn úr þeim u.þ.b. 100 umsóknum sem bárust um starfsþjáfunina. Að starfsþjálfun lokinni mun þeim sem uppfylla kröfur þjálfunar, bjóðast framtíðarstarf í gæðarannsóknardeild Alvotech. Starfsþjálfunin stendur yfir í fimm mánuði og áætlað er að taka inn annan fimm manna hóp í lok janúar 2022.

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Alvotech er afar ánægð með samstarfið við Háskólann. „Við fengum mikið af áhugaverðum umsóknum um og það reyndist erfitt að velja úr öllu þessu hæfileikaríka fólki. Samstarfið við HÍ er okkur mikivægt, við erum að ráða til okkar mikið af sérfræðingum og við viljum veita nemendum og framtíðarsérfæðingum  innsýn í þá spennandi möguleika sem nám í þessum greinum opnar hjá okkur og stuðla í leiðinni að eflingu vísindastarfs, þekkingarmiðlunar og nýsköpunar“, sagði Sigríður Elín.