Skip Navigation

Niðurstaða rannsóknar á sjúklingum sýnir sömu klínísku virkni AVT06 líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech og Eylea

Business
03 January 2024
  • Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur, þegar borin var saman klínísk virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og Eylea (aflibercept) í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD)

Alvotech (NASDAQ: ALVO) kynnti í dag jákvæða niðurstöðu klínískrar rannsóknar á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept). Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur.

Hröð framvinda verkefna félagsins sýnir glögglega kosti þess að hafa alla þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða á einni hendi. Þessi mikilvægi áfangi í klínískri þróun AVT06 undirstrikar jafnframt hvernig við getum náð skjótum árangri í þróun margra hágæða líftæknilyfjahliðstæða samhliða, fyrir alþjóðlega markaði.

Róbert Wessman

Stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Eylea (aflibercept) er líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónukvilla af völdum sykursýki. Tólf mánaða tekjur af sölu Eylea fram til 30. september sl. námu um 1.270 milljörðum króna (9,4 milljörðum Bandaríkjadala), samkvæmt ársfjórðungslegum uppgjörstölum [1].

Rannsóknin var tvíblinduð, slembiröðuð meðferðarprófun, til að staðfesta sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar, sem hefur verið uppfylltur, er breyting á frá grunnmælingu fram til 8. viku á bestu leiðréttu sjónskerpu (BCVA). Niðurstöðurnar sýna jafngilda klíníska virkni líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech og Eylea.

Um AVT06 (aflibercept)

AVT06 er raðbrigða samrunaprótein og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Eylea (aflibercept). Aflibercept binst æðaþelsvaxtarþáttum (Vascular Endothelial Growth Factors; VEGF) og getur þannig hamlað bindingu og virkjun VEGF viðtaka, nýæðamyndun og æðagegndræpi [2]. AVT06 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

[1] Ársfjórðungsuppgjör Regeneron Pharmaceuticals Inc.

[2] Fylgiseðill frá framleiðanda https://www.ema.europa.eu/is/documents/product-information/eylea-epar-product-information_is.pdf

Notkun vörumerkja

Eylea er skráð vörumerki Bayer AG.