Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag um skipulagsbreytingar á viðskiptasviði félagsins. Anil Okay framkvæmdastjóri viðskiptasviðs lætur af störfum og verður forstjóri lyfjafyrirtækisins Adalvo. Leiðtogar á viðskiptasviði félagsins verða Trisha Durant sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna utan Norður-Ameríku, Harshika Sarbajna sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna í Norður-Ameríku og Agne Pasko sem er forstöðumaður í viðskiptaþróun.
Ég vil þakka Anil fyrir frábæran árangur við að leiða viðskiptaþróun og markaðsstarf Alvotech á undanförnum árum. Það eru sjö ár síðan við stofnuðum Adalvo og gott að vita að félagið sem er mér kært verði áfram í góðum höndum. Alvotech býr að frábæru leiðtogateymi á viðskiptasviði, Trishu sem gekk nýlega til liðs við félagið, Harshiku og Agne. Ég treysti þeim fyllilega til að viðhalda velgengni félagsins í markaðsmálum og viðskiptaþróun.
Trisha Durant býr yfir 18 ára reynslu í lyfjaiðnaðinum þar sem hún hefur leitt ýmis verkefni í stefnumótun og viðskiptaþróun. Áður en Trisha gekk til liðs við Alvotech var hún yfirmaður Evrópusviðs lyfjaframleiðandans Biocon. Hún starfaði einnig í áratug fyrir heilbrigðisfyrirtækið McKesson og í sex ár sem alþjóðlegur skattaráðgjafi hjá Ernst & Young. Trisha verður með aðsetur í Bretlandi.
Harshika Sarbajna gekk til liðs við Alvotech árið 2022. Hún var áður forstöðumaður hjá lyfjafyrirtækinu Sandoz þar sem hún leiddi sölu á líftæknilyfjahliðstæðum og sérlyfjum í Bandaríkjunum og var yfirmaður á sviði markaðsmála og stefnumótunar innan sýklalyfja- og líftæknilyfjahliðstæðusviðs. Harshika var einnig forstöðumaður stefnumótunar og samstarfs hjá lyfjafyrirtækinu Dr. Reddy's og stjórnunarráðgjafi hjá Parthenon, í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og Asíu. Harshika er með aðsetur í Bandaríkjunum.
Agne Pasko gekk til liðs við Alvotech árið 2019 og hefur gegnt nokkrum mismunandi yfirmannsstöðum fyrir félagið, við stjórnun aðfangakeðju og á viðskiptasviði. Hún hefur á undanförnum árum leitt samningagerð við birgja og söluaðila til að stuðla að aukinni afkomu og markaðssetningu nýrra lyfja. Áður en Agne gekk til liðs við Alvotech hafði hún stýrt viðskiptaþróun og markaðsmálum hjá 3P Pharmaceuticals, Northway Biotech og Stem Cell RC. Agne er með aðsetur á Spáni.