Skip Navigation

Uppgjöri viðskipta í lokuðu hlutafjárútboði lokið

Business
10 February 2023

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að uppgjöri viðskipta í lokuðu hlutafjárútboði sem tilkynnt var um 23. janúar sl. væri nú lokið. Alls hafa 11.834.061 hlutabréf í Alvotech sem áður voru í eigu félagsins gegnum dótturfyrirtækið Alvotech Manco hf. verið afhent kaupendum í útboðinu, gegn greiðslu. Gert er ráð fyrir að söluandvirði bréfanna að frádregnum kostnaði verði ráðstafað í almennan rekstur og mun það miðað við núverandi forsendur draga úr þörf fyrir að nýta aðra fjármögnunarkosti, þar með talið samning um viðvarandi sölurétt á hlutabréfum við YA II PN, Ltd., á ensku nefnt Yorkville Standby Equity Purchase Agreement.