Gaktu í liðið
Við leggjum áherslu á að allt starfsfólk Alvotech fái notið sín, finni innblástur frá skemmtilegum en ögrandi verkefnum, eigi möguleika á að þróa nýja hæfileika og framgöngu í starfi.
Við erum stolt af því að vinna að því mikilvæga verkefni að auka aðgengi að nauðsynlegum líftæknilyfjum um allan heim og bæta þanning lífsgæði sjúklinga. Að auka framboð af hágæða líftæknilyfjum og lækka lyfjakostnað er afar brýnt, en við leggjum ávalt áherslu á nákvæm og öguð vinnubrögð til að standast ítrustu kröfur um gæði og áreiðanleika.
Við bjóðum fjölbreytt störf fyrir fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Lögð er áhersla á launajafnrétti og kynjahlutfallið er hnífjafnt. Við leggjum áherslu á sveigjanlegt skipulag, innbyrðis traust, virka hlustun og hreinskilni í samskiptum.
Í boði eru fjölmörg störf við sem ekki krefjast háskólagráðu. Þeim umsækjendum sem ekki búa yfir reynslu úr lyfjaframleiðslu býðst þjálfun á fullum launum í „Alvotech Akademíunni“, sem er spennandi nýjung.
Starfsaðstæður eru glæsilegar, við höfum byggt upp eina fullkomnustu aðstöðu til framleiðslu líftæknilyfja sem völ er á í húsnæði sem er sérsniðið að rekstrinum. Auk góðra launa nýtur starfsfólk ýmissa fríðinda, svo sem íþróttastyrks, samgöngustyrks, aðgengis að sálfræðiþjónustu og endurmenntun. Ekki sakar að við búum að einu besta mötuneyti á landinu.
Viljir þú taka þátt í að auka aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum og bæta heiminn almennt, viljum við gjarnan heyra frá þér.