Skip Navigation

Alvotech birtir skráningarlýsingu í tengslum við flutning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Business
06 December 2022

Vísað er til tilkynningar þann 2. desember sl. þar sem fram kom að Nasdaq Iceland hafi samþykkt beiðni Alvotech S.A. („Alvotech“) um að taka hlutabréf félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland eftir að skráningarlýsing félagsins hefur verið flutt (e. passported) til Íslands.

Alvotech hefur nú birt skráningarlýsinguna á vefsíðu félagsins, á slóðinni https://investors.alvotech.com/prospectus. Þar er einnig að finna stutta samantekt á íslensku. Lýsingin hefur verið staðfest af Commission de Surveillance du Secteur Financier, 283 route d‘Arion-L2991 Luxembourg („CSSF“) og flutt til Íslands.

Nasdaq Iceland mun tilkynna um fyrsta dag töku til viðskipta með að minnsta kosti eins dags fyrirvara.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. hafði umsjón með ferli við flutning hlutabréfa félagsins yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland og töku til viðskipta.