Skip Navigation

Nasdaq Iceland samþykkir beiðni um að taka hlutabréf Alvotech til viðskipta á Aðalmarkaðnum

Business
02 December 2022

Nasdaq Iceland hefur samþykkt beiðni Alvotech S.A. (“Alvotech”, “félagið”) um að taka bréf félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Bréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaðnum eftir að skráningarlýsing félagsins hefur verið flutt (e. passported) til Íslands. Bréf Alvotech verða tekin úr viðskiptum á First North markaðnum eftir lokun markaða, daginn fyrir upphaf viðskipta á Aðalmarkaðnum.

Viðskipti með bréf Alvotech hófust á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum 16. júní sl. og á First North Growth markaðnum á Íslandi 23. júní sl. undir auðkenninu “ALVO”. Bréfin verða einnig skráð á Aðalmarkaðnum undir auðkenninu “ALVO”.

Alvotech tilkynni 12. ágúst sl. að stjórn félagsins hefði samþykkt áætlun um að færa viðskipti með bréf Alvotech af First North markaðnum yfir á Aðalmarkaðinn.