Skip Navigation

Samstarfsaðili Alvotech sækir um markaðsleyfi fyrir fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna í Japan

Business
17 October 2022

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) tilkynnti í dag að samstarfsaðili þess, Fuji Pharma Co., Ltd. (“Fuji”) hefur sótt um leyfi til japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytisins til markaðssetningar á fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni sem fyrirtækin þróa, samkvæmt samningi um einkarétt Fuji til markaðssetningar og sölu á lyfjum Alvotech í Japan.   

Ég óska félögum okkar hjá Fuji til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Við deilum þeirri sýn að auka þarf aðgengi sjúklinga að bráðnauðsynlegum líftæknilyfjum og í sameiningu höfum við alla burði til að svara ört vaxandi spurn eftir líftæknilyfjahliðstæðum í Japan.

Róbert Wessman

Stofnandi og starfandi stjórnarformaður

Sérleyfissamningur Fuji við Alvotech var gerður í nóvember 2018 og síðar uppfærður í desember 2020 og febrúar s.l. Hann nær nú til alls sex líftæknilyfjahliðstæða sem verða þróaðar og framleiddar af Alvotech og markaðssettar af Fuji í Japan.