Skip Navigation

Alvotech leggur inn umsókn um töku hlutabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland

Business
30 November 2022

Alvotech S.A. (“Alvotech”) hefur lagt inn umsókn til Nasdaq Iceland um töku hlutabréfa fyrirtækisins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland undir auðkenninu „ALVO“. Umsóknin bíður nú samþykkis Nasdaq Iceland.

Hlutabréf í Alvotech eru nú skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum og Nasdaq First North Growth markaðnum á Íslandi undir auðkenninu „ALVO“ og hófust viðskipti með bréfin í Bandaríkjunum 16. júní sl. og á Íslandi 23. júní sl.

Þann 12. ágúst 2022 tilkynnti Alvotech að stjórn félagsins hefði samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.