Skip Navigation

Alvotech og Fuji Pharma bæta fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við samstarf sitt á Japansmarkaði

Business
13 January 2023

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Fuji Pharma Co. Ltd. (Fuji) hafa gert samkomulag um að bæta  ótilgreindri fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu sem Alvotech er með í þróun við samstarf fyrirtækjanna um markaðssetningu og sölu í Japan.

Samstarf okkar við Fuji hefur verið mjög árangursríkt. Það er því okkur mikil ánægja að auka samstarfið enn frekar. Nýverið tilkynntum við að sótt hefði verið um markaðsleyfi í Japan fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna sem þróuð er í samstarfi fyrirtækjanna.

Róbert Wessman

Stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Aukið samstarf er í góðu samræmi við sameiginlegt markmið fyrirtækjanna, sem er að auka aðgengi að nauðsynlegum líftæknilyfjum í Japan, þar sem eftirspurn sjúklinga fer nú ört vaxandi.

Takayuki Iwai

Forstjóri Fuji Pharma

Samstarf Alvotech og Fuji var upprunalega kynnt í nóvember 2018 og samkomulag um að auka við samstarfið kynnt í desember 2020 og febrúar 2022. Nær það nú til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða sem verða þróaðar og framleiddar af Alvotech en markaðssettar af Fuji fyrir Japansmarkað. Í október 2022 tilkynntu fyrirtækin að lögð hefði verið inn umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna hjá japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytinu.